Úr bakherberginu:
—
“Hinn 14. september nk. er fyrirhugað að sjálfstæðismenn af landinu öllu fagni 90 ára afmæli flokksins saman með málþingi, flokksráðsfundi og kvöldskemmtun sem nánar verður auglýst síðar.”
Þessi stutta tilkynning er birt á vef Sjálfstæðisflokksins og lætur ekki mikið yfir sér en meira býr undir.
Heimildir herma að sjálfstæðismenn um land allt hafi í hópum krafist þess að flokksráðsfundur yrði haldin í ágúst áður en Orkupakki 3 verður samþykktur á Alþingi. Þar átti að stilla forystu flokksins upp að vegg og stöðva málið ella krefjast afsagnar formanns og jafnvel stjórnarslita. Í staðinn er boðið til kvöldskemmtunar um miðjan september þegar allt er um liðið og Orkupakkinn í höfn.
Sjálfstæðisflokkurinn logar stafnana á milli og líklegt að Bjarni Benediktsson hætti og segi af sér frekar en láta undan. Allt ætti þetta að skýrast á “kvöldskemmtuninni” 14. september ef ekki fyrr.