UPPRISA KÍNVERSKA SENDIRÁÐSINS

    Endurbygging hússins við Víðimel í vesturbæ Reykjavíkur, sem áður hýsti kínverska sendiráðið, gengur mjög vel. Að vísu virkar ástandið frekar eins og um nýbyggingu sér að ræða, svo miklar eru endurbæturnar.

    Ekki verður betur séð en að nánast allt nema steyptir veggir og þaksperrur hafi verið látið fjúka. Verið er að setja nýja glugga í allt húsið og múrverk stendur yfir. Miklar steypuviðgerðir hafa átt sér stað.

    Kínverska sendiráðið flutti úr húsinu fyrir nokkrum árum og eftir það var húsið látið grotna niður. Nágranni hússins skrifaði greinar í blöðin og kvartaði undan slóðaskap Kínverjanna, en þeir hlustuðu ekki. Garðurinn var í órækt, gluggar fúnir og brotnir. En svo kom loksins kaupandi að húsinu og sá lætur hendur standa fram úr ermum og ætlar að hafa fimm íbúðir í því.

    Auglýsing