UPPREISN Í BANDARÍKJUNUM

  Rústir kapítalismans heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Nú er heimurinn agndofa vegna hættu á uppreisn í Bandaríkjunum. Deilan snýst ekki um vinstri og hægri. Hún snýst um einangrunarstefnu eða samvinnu, baráttu við hlýnun jarðar eða uppgjöf. Hún snýst líka um trú manna á það sem skapar tekjur og störf.

  Steini skoðar myndavélina.

  Bandaríkin eru enn mesta efnahagsveldi heimsins en hefur dregið lappirnar til að viðhalda þeirri stöðu. Mikil auðæfi í formi málma liggja á miklu dýpi í Kyrrahafinu. Margar þjóðir hafa markað sér vinnslusvæði þó enn sé varla til tækni til að ná málmunum upp. Bandaríkin hafa ekki gert slíkt. Margar þjóðir eru að þróa öruggari kjarnorkuver en ekki Bandaríkin. Kína er að ná Bandaríkjunum í þróun hátækni. Þó Bandaríkin séu þar á fullu er þeim ógnað. Í stað þess að sigra í samkeppni hafa þau reynt að hamla samkeppni með viðskiptaþvingunum. Trump lagði áherslu á gamaldags kola og þungaiðnað til að ná atkvæðum í Miðríkjunum í stað þess að beina þangað nútímalegri iðnaði svo sem þeim sem leysir loftlagsvandann.

  Bandaríkin geta ekki lengur talist verjendur hins frjálsa heims og lýðræðis í heiminum. Lýðræðinu þar er ógnað. Rússland er duttlungafullt einræðisríki. Sama er um Kína. Eftir stendur ofdekruð Evrópa sem hefur treyst á Bandaríkin í stað þess að koma upp eigin vörnum. Nú hafa Bretar rofið á tengslin við Evrópu.

  Við getum eflaust forðast stríð í okkar heimshluta en Evrópa getur ekki gert sig eins breiða og hún hefur gert. Við horfum fram á nýja tíma þar sem áhrifa frá austantjaldsríkjum og Kína fer að gæta í auknu mæli. Er það ekki allt í lagi. Það eru gífurlegir hagsmunir í húfi í baráttu við hráefni m.a. í hafinu fyrir norðan okkur.

  Auglýsing