UPPGÖTVAÐUR Í BÓNUS – ÓLST UPP Í ÁSTRALÍU

  Hafnfirskur sagnfræðingur sendir póst:

  Fyrirsætan Björn Sveinbjörnsson undi hag sínum vel sem starfsmaður Bónus í Hafnarfirði þegar hann var beðinn að taka þátt í Herra Ísland, þar sem hann bar sigur úr býtum. Í kjölfarið tók hann þátt í Herra Skandinavía og sigraði þar – þetta var árið 1994. Boltinn fór að rúlla og Björn varð ein eftirsóttasta fyrirsæta heims. Sú íslenska fyrirsæta sem án efa hefur náð lengst í þeim harða heimi.

  Björg Margrét Sigurgeirsdóttir með sonum sínum, Birni og Gísla Erni.

  Björn, sem meðal annars starfaði lengi fyrir Giorgio Armani, ólst upp fyrstu átta árin í Ástralíu, hann var um árs gamall þegar fjölskyldan flutti til Ástralíu árið 1969 en þau fluttu heim aftur til Íslands árið 1976.

  Afinn og skáksnillingurinn, Sigurgeir Gíslason.

   

  Björg Margrét Sigurgeirsdóttir er móðir Björns – dóttir Sigurgeirs Gíslasonar sem meðal annars tók þátt í Ólympíuskákmótinu í Helsinki árið 1952 og aftur í Moskvu fjórum árum síðar og þótti einn allra besti, ef ekki besti, hraðskákmaður sem Ísland hefur alið.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…