UNITEDBANI AF LANDSLIÐSFÓLKI KOMINN LANGT AFTUR Í ÆTTIR

    Elías Rafn Ólafsson, íslenskur markvörður í danskri knattspyrnu, átti stóran þátt í sigri á Manchester United, þegar danska liðið Midtjylland sló þetta heimsfræga lið út í sextán liða úrslitum Evr­ópu­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu fyr­ir 19 ára og yngri. Þó voru þrír leikmenn United teknir beint úr aðalliði félagsins en sáu ekki við Elíasi sem bara varði og varði.

    Mydtjylland er stórlið í danskri knattspyrnu og trónir á toppi í meistaraflokki í efstu deild.

    Elías er af landsliðsfólki kominn langt aftur í ættir; afi Elíasar er Guðmundur Elías Pálsson fyrrum fyrirliði blaklandsliðsins. Foreldrar Elíasar eru Ingibjörg Gunnarsdóttir og Ólafur Heimir Guðmundsson, bæði fyrrum landsliðsmenn í blaki. Þessi knái íslenski markvörður, 19 ára, stundar nám í íþróttafræðum í Danmörku á milli þess sem hann kastar sért á milli stanganna með þessum líka árangri.

    Lengi býr að fyrstu gerð og sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.

    Auglýsing