UNDARLEGT HJÁ ICELANDAIR Í KEFLAVÍK

    Ferðalangur í sóttkví:

    Þann 3. apríl eru allar 34 flugferðir Icelandair frá Keflavíkurflugvelli sagðar á áætlun. Samt er vitað að þær verða fæstar farnar, nema ein eða tvær.

    Öllum flugferðum í dag, 1. apríl, hefur verið aflýst hjá Icelandair líkt og undanfarnar vikur, nema tveimur. Einnig á morgun. En þann 3. apríl er allt sagt á áætlun. Líka 4. apríl.

    Ekki er nokkur leið að átta sig á því hvers vegna Icelandair birtir í sífellu löngu úrelta flugáætlun á vefsíðu Keflavíkurflugvallar. Eða hvers vegna flugáætlunin er yfirleitt endurnýjuð fram í tímann, eins og ekkert sé. Ekki gera önnur flugfélög það. Þau birta aðeins þær ferðir sem verða farnar. Þær ferðir eru fáar og fer fækkandi. SAS, British Airways og LOT eru þar á ferðinni.

    Auglýsing