UNA OG ÓFRJÓSEMISSKATTUR

    Una í nýju íbúðinni sinni í Georgíu.

    „Á sovéttímum voru konur í Georgíu, og eflaust fleiri Sovétríkjum, krafðar um greiðslu ófrjósemisskatts ef þær lögðu ekki sitt að mörkum við að fjölga sér til að útvega ríkinu vinnandi hendur. Hitti konu í dag sem missti fóstur 8 ár í röð og var refsað fyrir það árlega af skattinum,“ segir Una Sighvatsdóttir starfsmaður Nato í Tiblisi í Georgíu.

    „Ég hef eiginlega engum vísdómi við þetta að bæta að svo stöddu. Finnst þetta bara með svo miklum ólíkindum að mig langar að deila því með fleirum. Hún var ekki mikil mannvirðingin í Sovét.”

    Auglýsing