UMBOÐSMAÐUR GUÐBERGS

    Guðni og Guðbergur

    Fréttaritari í Grindavík:

    Rithöfundurinn Guðbergur Bergsson er með umboðsmann. Sá heitir heitir Guðni Þorbjörnsson og er stofnandi ARTPRO. Guðni er góður umbi sem fæst við ýmislegt skemmtilegt utan vinnu; flugmaður – kann vel við sig í háloftunum á flugvél sinni með myndavélina meðferðis; á mótorhjólinu á sveitavegum Spánar og Þýskalands. Guðni er fjölhæfur – nam bifvélavirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík og flug hjá Flugskóla Íslands. Svo er hann umboðsmaður Guðbergs Bergssonar rithöfundar “sem elskar að losna stöku sinnum frá einmannalegasta starfi í heimi og fá að vinna venjuleg frágangsstörf í prentsmiðju.”

    Auglýsing