UMBI ALÞINGIS ÞJARMAR AÐ RÁÐHERRA

  Umboðsmaðurinn og ráðherrann.

  Það styttist í að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu – og sveitarstjórnrráðherra, þurfi að svara erindi og spurningum Umboðsmanns Alþingis vegna ráðningar Jóns Gunnars Jónssonar í starf forstjóra Samgöngustofu. Ráðherra hefur frest fram í næstu viku til að svara.

  Jón Gunnar, Geirþrúður og Þórólfur.

  Ráðning Jóns Gunnars var umdeild þar sem hann hefur enga reynslu af samgöngumálum samanborið við marga aðra umsækjendur og má þar nefna Þórólf Árnason, sem áður gegndi starfinu, og Geirþrúði Alfreðsdóttur, flugstjóra hjá Icelandair, verkfræðing, formann rannsóknarnefndar samgönguslysa og fyrrum flugrekstrarstjóra Landhelgissgæslunnar. Jón Gunnar, sem var ráðinn, var áður framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækinu Actavis og framleiðslustjóri Sláturfélags Suðurlands

  Bíða margir spenntir eftir svörum ráðherra sem áður hefur sýnt óvenjulega takta í stöðuveitingum eins og þegar hann gerði dýralækni að vegamálastjóra.

  Auglýsing