ÚLDINN HRYGGUR Í HAGKAUP

  Egill Reynisson viðskiptafræðingur og flugumferðarstjóri fór í Hagkaup í Skeifunni til að kaupa lambahrygg sem átti að verða aðalréttur í matarboði sem til stóð. En margt fer öðruvísi en ætlað er:

  “Þegar við vorum komin heim tók ég eftir að liturinn á hryggnum var frekar ljós. Þegar ég svo opnaði umbúðirnar þá gaus upp ólykt og ákvað að kíkja á dagsetninguna á pakkningunni. Síðasti neysludagur fyrir fjórum dögum. Fór með hrygginn til baka til að skipta en kom í ljós að nær allir hryggirnir voru annað hvort komnir fram yfir síðasta neysludag eða síðasti neysludagur í dag. Var algjörlega búin að missa áhugann á að elda okkur hrygg og ákvað að biðja um endurgreiðslu. Á kassanum tók ekki betra við. Algjört áhugaleysi að aðstoða mig og boðin inneignarnóta ef ég vildi skila vörunni. Tek fram að ólyktin af vörunni var farin að pirra viðskiptavini sem biðu eftir að fá afgreiðslu. Fékk að lokum endurgreiðslu. Skora á Hagkaup að bæta verkferla því ekki eiga viðskiptavinir að þurfa að skoða hvort vörur séu komnar yfir síðasta neysludag.” 

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…