TÝNIR GOLFKÚLUR OG SELUR Á 8. BRAUT

    Þórhallur með golfkúlurnar, 10 í pakka á 1.500 krónur.

    “Þórhallur Teitsson golffélagi minn er einn af snillingunum sem gera Hamarsvöll þann demant sem hann er og sómi Borgarbyggðar,” segir fréttahaukurinn Ingvi Hrafn Jónsson sem er enn með fréttanefið í lagi:

    “Hann hreinsar einnig tjarnir, runna og torfærur af boltum og hefur sölubás við eyjuna á 8 braut, 10 stykki á 1500 kall. Hann er markaðsmaður sumarsins, seldi 26 poka meðan við rúlluðum 18 holur í blíðunni með bakarahjónunum Önnubellu og Geira.”

    Auglýsing