TÝNDI 30.000 Í LEIKFANGALEST Í COSTCO

  Hanna Maggý Kristjánsdóttir er miður sín því hún telur að umslag með 30.000 krónum hafa gleymst í leikfangalest sem hún skilaði í Costco. Hún sendir út neyðarkall á Netinu:

  “Ég veit að þetta er langsótt en mig langar að spyrja, af því að ég veit að margir versla í Costco og margir vinna þar líka. Þannig er mál með vexti að þann 19. febrúar skilaði ég leikfangalest í Costco sem sonur minn hafði fengið í jólagjöf (eins og sést á myndinni). Ég er því miður 99% viss um að ég hafi verið búin að setja umslag í kassann hjá lestinni með 30.000 krónum sem litli strákurinn minn átti líka. Við erum búin að leita um allt hér heima og síðasta sem ég man er að hafa sett lítið umslag með 30.000 krónum í kassann hjá lestinni. Þannig að ef þú ert starfsmaður og hefur meðhöndlað þessa lest og fundið umslag, eða ef þú ert viðskiptavinur sem hefur keypt lestina og fundið umslagið, værum við mjög þakklát fyrir að fá umslagið aftur. Ég veit að þetta er langsótt en vonandi fær litla krílið umslagið sitt aftur.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri grein
  Næsta greinSAGT ER…