TVÆR DAUÐASYNDIR Í VIÐBÓT

  Stundum velti ég því fyrir mér til hvers allar þessar nýju tækniuppfinningar og framfarir í heiminum eru í raun. Hversu bættari er mannkynið?

  Í dag eru allskyns hlutir sem við notum daglega og finnst við ekki geta verið án og við spyrjum: Hvernig fórum við að áður fyrr?

  En ef við pælum í því í dag erum við bara nokkuð ánægð með hlutina eins og þeir eru (nema náttúrlega covid19). Höfum í raun allt til alls en eftir 5 eða 10 ár þá verða komnir hlutir sem við teljum ómissandi og munum spyrja enn og aftur: Hvernig fórum við að?

  Við þurfum ekkert meira en við höfum. Til hvers? Ef við lítum á mannkynssöguna og sjáum hvað mannskepnan hefur áorkað án allrar þessarar tækni sem við í dag prísum út í eitt þá hafa nú aldeilis verið gerðir ótrúlegustu hlutir án nútímatækni og vísinda.

  Væri ekki gott ef mannskepnan hætti að hugsa um framfarir og gróða og mundi snúa sér að því að elska náungann. Ást og kærleikur er það sem skiptir máli. Jú, auðvitað er gott að þróa heilbrigðiskerfið og efla læknavísindin en hvað þurfum við svo sem meir. Við höfum allt til alls.

  Dauðasyndirnar eru 7 en ef vel er að gáð má bæta við a.m.k. 2 í viðbót. Þær eru okkur lifandi að drepa ef við erum hreinskilin.

  Stolt og hroki
  Reiði og hatur
  Öfund og afbrýði
  Leti og slóðaskapur
  Óhóf og ofát
  Losti og fýkn
  Græðgi og ágirnd
  Sjálfselska og eigingirni (viðbót)
  Óheiðarleiki og fals (viðbót)

  Ef mannskepnan myndi bara einblína á að uppræta þessa vágesti og einblína á dyggðirnar 7 væri hægt að uppræta hungur og vosbúð í heiminum.

  1. Viska
  2. Hófstilling
  3. Hreysti (hugrekki)
  4. Réttlæti
  5. Trú
  6. Von
  7. Kærleikur

  En af þessum 7 er kærlekurinn og ástin mikilvægust. Ást án skilyrða.

  1. Borða næringarríkan og heilbrigðan mat
  2. Æfa og þjálfa líkamann
  3. Lesa uppbyggjandi bókmenntir
  4. Stunda heiðarleika í öllum þáttum daglegs lifs
  5. Trúa á æðri mátt stunda hugleiðslu og þjálf rósemi hjartans
  6. Gæta hófs í daglegu lífi
  7. Treysta forsjóninni hún sér um sína

  Þetta er að sjálfsögðu óskhyggja sem mun aldrei verða að veruleika. En ef allir gerðu hreint fyrir sínum dyrum og hugsuðu ekki um hvað aðrir eru að gera þá væri þetta hægt. En því miður þá er þetta ekki svo einfalt því ef það er til himnaríki þá er til helvíti og þegar upp er staðið þá eru dauðasyndirnar 9 ekkert á leiðinni að gefast upp.

  Auglýsing