TÚRISTARAUNIR ÓLA SCHRAM

  Ferðafrömuðurinn Ólafur Schram fer á kostum á Netinu í hvíldarpásum milli ferða þar sem hann verður vitni að ýmsu. Eins og þessu:

  Það ætlar ekki af blessuðum Dalvíkingunum að ganga. Þið munið væntanlega hverja ég er að tala um, þá skáeygðu auðvitað.

  Ekki nóg með að þeir dældi bíla og brjóti á þeim hliðarspeglana þegar þeir eru að bisa við að komast nær norðurljósunum og ná af þeim mynd með styttri vegalengd frá toppi bílsins. 

  Þeir eru sagðir sjóða hrísgrjón í tekötlum á hótelum en sú notkun er einatt síðasta gagnið sem má hafa af þeim ágætis tækjum. 

  Svo eru sumir sem kynda hótel herbergin með gufunni úr krönunum til að ná upp gufubaðshita hjá sér í herberginu þó ýmislegt innanstokks gefi eftir á límingunum eða öreindatæki nái ekki starfsgetu aftur, svo sem sjónvarpið, síminn og útvarpið. 

  Nú heyrði ég í morgunútvarpi Bylgjunnar að þeir leigja sér bíla hérlendis með bókasafnskortið sitt að vopni og aka af stað eins og fínir menn. 

  Þegar þeir svo sjá skilti lögreglunnar um eftirlitsmyndavél, hvít myndavél á bláum grunni, telja þeir það vera ábendingu um góðan myndatökustað og skella sér upp á toppinn á bílun með speglaáhrifunum sem ég nefndi í upphafi.

  Það er hreinlega ekkert nema snilldin við þessa fjölþjóðamenningu.

  Auglýsing