TÚRISTAHRUN Á FRAKKASTÍG

    Guðrún Kristjánsdóttir (tv) ásamt syni sínum og systur í Systrasamlaginu Óðinsgötu.

    “Það er áhugavert að fylgjast með fréttum um að ferðamönnum hafi fækkað. Ennþá forvitnilegra er að taka púlsinn sjálfur í 101,” segir Guðrún Kristjánsdóttir sem rekið hefur Systrasamlagið, hollusta og heilbrigði, á Óðinsgötu um árabil.

    “Þar sér maður með eigin augum að túristum hefur fækkað gífurlega í miðbænum. Hrun er eiginlega lýsandi orð. Púlsmælirinn minn er Bauð & Co. Ek oft í viku framhjá Brauð & Co á Frakkastíg. Þar til fyrir tveimur mánuðum var alltaf röð þar fyrir utan klukkan átta á morgnanna. Undantekningalaust. Og stundum mjööög löng. Undanfarna tvo mánuði hefur engin röð verið fyrir utan bakaríið. Ekki að ég sé að tala miðbæinn niður né þetta flotta bakarí. Þvert á móti. Elska 101. Þetta er bara púlsinn ákkúrat núna. Fáir túristar að borða brauð og snúða í Bauð & Co. Nema, það gæti verið falin breyta. Allir túristar eru á ketó.”

    Auglýsing