TRYGGVI Í FOLD Í COSTCO

    Tryggvi Friðriksson listaverksali og uppboðshaldari í Gallerý Fold telur að Bónus og Krónan séu að ná vopnum sínum í baráttuni við Costco:

    “Ég var einn af þeim sem gladdist mikið þegar Costco opnaði. Töluvert úrval að hágæða ávöxtum og grænmeti. Þar að auki ódýrara en annars staðar að mér fannst. Alla vega meiri gæði. Verslun í Bónus og Krónunni hrundi í kjölfarið. Smám saman tókst þeim að ná vopnum sínum aftur og mér virðist að nú sé Costco varla samkeppnisfært. Fór í kvöld og þá brá svo við að kæligeymslan var nánast tóm. Hef aldrei séð svona lítið af grænmeti og ávöxtum þar. Það fengust að vísu jarðarber sem eru 50% dýrari en í Bónus. Góðu perurnar sem ég keypti ávallt í Costco hafa ekki fengist vikum eða mánuðum saman og miklu fleira mætti nefna. Þetta finnst mér ekki gott. Ég er líka leiður, við eigum þetta ekki skilið. Það bætir heldur ekkert ef ekki er bent á það sem miður fer. Til að gæta alls réttlætis þá sá ég ýnislegt sem var mér að skapi oog keypti meðal annars ágætan bol á innan við 1900 krónur. Glaður með það. Mér finnst að fólk eigi að fá að benda á hluti sem því finnst að megi lagfæra. Costco ætti að taka því með þakklæti og bæta sig, bæði í vöruvali og verðlagi.”

    Auglýsing