TRÚNÓ Á ÁRSHÁTÍÐ

    Tveir forstjórar. Annar þarf að víkja.

    Sem kunnugt er stendur til að sameina Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun. Árshátíð Mannvirkjastofnunar var haldin í Dublin og að venju fór fólk þar á trúnó þegar leið á kvöldið og bar hæst að Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar yrði látin víkja og sameinuð stofnun færi undir forstjóra Íbúðalánasjóðs, Hermann Jónasson. Urðu margir óhuggandi á árshátíðinni vegna þessa.

    Babb kom í bátinn þegar Ásmundur Einar Daðason, ráðherra málaflokksins, og menn hans áttuði sig á því að undir Mannvirkjastofnun heyrir allt rafmagnseftirlit á Íslandi. Ráðneytið gekk út frá því að þetta snerist eingöngu um byggingar.

    Hvernig þetta verður tvinnað saman er ekki ljóst en árshátíðin í Dublin þótti heppnast vel.
    Auglýsing