Hlerað á göngustíg:
—
Með á þriðja tug lækna í kringum sig, í lúxussvítu á sérhönnuðu sjúkrahúsi fyrir Forseta Bandaríkjanna og með lyfjameðferð sem enginn annar nýtur, hrópar Donald Trump til fjöldans að Covid sé ekkert mál, rétt eins og hann sé í sömu sporum og almenningur.
Minnir þetta athæfi á háreysti þeirra sem skammast vegna bágra kjara þeirra lægst settu í íslensku samfélag. Þetta eru þingmenn, forsvarsmenn í atvinnulífinu, fólk í forréttindastöðu sem lyftir ekki litla fingri með táknrænni aðgerð og lækkar launin sín.
Það gengur hratt á ríkssjóð á tímum vaxandi atvinnuleysis og óöryggis. Nú um stundir hafa þeir einir rétt til að prédika sem láta verkin tala!
Þingmenn og þið sem njótið góðra kjara úr ríkissjóði, stígið fram, lækkið laun ykkar um 20 % og talið svo. Ríkissjóður er sameign fólksins í landinu.