TRUMP ER TILRAUNADÝR

  Hamfarir heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Steini skoðar myndavélina.

  Nú er mikil tilhneiging til þess að afneita vísindunum. Framarlega í flokknum er Donald Trump sem enn er forseti Bandaríkjanna. Hans skoðun er sú að með því að minnka rannsóknir þá minnki vandinn. Þessi skoðun hans hefur komið fram í umræðum um kóvídið. Hann sagði að ástæða mikilla smita væri sú að mikil skimun væri í gangi. Lausnin á vandanum vegna hlýnunar jarðar er að draga úr styrkjum til rannsókna og banna umfjöllun um niðurstöður sem eru ekki honum að skapi. Af færslum á netinu að dæma á hann sér marga skoðanabræður hér. Menn vilja gefa allt frjálst og treysta á einstaklingsbundnar smitvarnir. Það er einmitt þeir þjóðarleiðtogar sem tala þannig sem hafa smitast – mjög fáir aðrir.

  Það er svolítið skondið að þessi Donald sagðist hafa fengið kóvið og losnað við það á þremur dögum, hafa ekki fengið nein eftirköst og þetta sé nú ekkert mál. Hann geti knúsað alla óhræddur. Ef það er nú satt sem margir draga í efa að hann hafi fengið kóvið, þá er hans hraði bati ekki honum að þakka heldur því að hann fékk læknisþjónustu sem varla nokkur annar á kost á og svo að meðferðin var byggð á nýjustu vísindarannsóknum og tilraunalyfjum sem eru ekki komin í almenna dreifingu. Öfugt við hans boðskap þá vona ég að vísindin blífi. Merkilegasta sem hann hefur gert í lífinu er að gerast tilraunadýr.

  Auglýsing