TRIXIN Í IKEA (2) – ENGIR GLUGGAR Í IKEA

  Það tekur að meðaltali 35 mínútur að ganga í gegnum IKEA sé pílunum fylgt - á rólegum gönguhraða.

  IKEA rýnirinn skrifar:

  Það eru engir gluggar í IKEA. Tilgangurinn er að þú tapir tilfinningunni fyrir tíma og rúmi. Ekkert utanaðkomandi truflar þig og fyrir vikið tekurðu síður eftir því hvað klukkunni líður.

  En einmitt vegna þess hvað þú verð miklum tíma þar, þá „verðlaunarðu“ þig hér og þar með því að setja vörur í körfuna. Hefurðu tekið eftir því að smávörur eru út um allt í IKEA – innan um sófana, eldhúsinnréttingarnar og skápana. Smávörurnar virðast ódýrar í samanburði við stóru húsgögnin og innréttingarnar og „ekkert mál“ að grípa þær með að kassanum.

  IKEA vill að þú reikir um alla búðina, jafnvel þó þú hafir bara komið til að kíkja á stóla. Örvarnar í gangveginum leiða þig áfram án þess að þú áttir þig á því. Vissulega er sums staðar hægt að stytta sér leið, en þær dyragættir eru nánast faldar. Og þar sem IKEA er hálfgert völundarhús, þá grípur þú vörur með þér á leiðinni því það er ekki víst að þú finnir þær aftur.

  Og svo má ekki gleyma einum mikilvægasta þættinum, veitingastaðnum með ódýru veitingunum. Fólk verður svangt í langri verslunarferð, fær sér í gogginn og heldur svo áfram að versla.

  Trixin í IKEA (1)

  Auglýsing