TRIXIN Í COSTCO (1) – ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ SÉRÐ

  "...allt til að skapa þau hughrif hjá kúnnanum að hann sé aldeilis dottinn í lukkupottinn."

  Costco rýnirinn skrifar:

  Risastór sjónvarpstæki og fartölvur eru það fyrsta sem blasir við augum fólks í Costco. Merkimiðarnir gefa til kynna að tækin séu á lægra verði en annars staðar. Þetta skapar þá tilfinningu viðskiptavina að þegar þeir koma í Costco séu þeir að fá góðan díl – sama hvort þeir kaupa græjurnar eða ekki.

  Lægra verð á dýrum tækjum virkar líka sterkar á fólk en lægra verð á matvöru. Erfitt getur þó verið að gera raunhæfan verðsamanburð á tækjunum við aðrar verslanir hér á landi því í mörgum tilfellum fást viðkomandi módel þekktra vörumerkja aðeins í Costco.

  Tilboð dagsins eru einnig það fyrsta sem Costco staflar upp við innganginn. Allt til að skapa þau hughrif hjá kúnnanum að hann sé aldeilis dottinn í lukkupottinn.

  Frh.

  Auglýsing