TRIXIN Í COSTCO (5) – SPILAÐ MEÐ KÚNNANN

  Viðskiptavinurinn nennir ekki að leggja á sig bið fyrir einn kaffipakka. Hann kaupir því meira en ella - til að sætta sig frekar við biðina.

  Costco rýnirinn skrifar:

  Costco auðveldar viðskiptavininum valið með því að hafa aðeins eitt til tvö vörunúmer af hverri vörutegund. Í verslunum á borð við Costco í Kauptúni eru um þrjú þúsund vörunúmer, meðan dæmigerð stórverslun er með þrjátíu þúsund. Fyrir vikið er kúnninn fljótari að fylla risastóru kerruna í Costco.

  Hvað er eiginlega með þessar stóru kerrur? Jú, þær gera stórinnkaupin „eðlilegri“ – og stuðla auðvitað líka að meiri innkaupum. Og stundum veitir ekki af stóru kerrunum því pakkningar í Costco eru flestar margfalt stærri en í venjulegum verslunum. Stóru pakkningarnar eiga að gefa til kynna að þú sért að fá mikið fyrir peninginn – og oft er það svo.

  Og hvað er með þessar biðraðir við kassana? Ef fáir eru að versla, þá eru fáir kassar opnir. Það er því alltaf einhver bið – en þó ekki óbærilega löng. Viðskiptavinurinn nennir ekki að leggja á sig bið fyrir einn kaffipakka. Hann kaupir því meira en ella – til að sætta sig frekar við biðina.

  Trixin í Costco (4)

  Auglýsing