TRIXIN Í COSTCO (3) – KORTIN SKAPA GRÓÐANN

  Costco rýnirinn skrifar:

  Mörgum Íslendingum finnst hálf asnalegt að borga aðildargjald til að fá að versla í Costco. En staðreyndin er sú að aðildargjöld standa undir 70% af 650 milljarða króna hagnaði Costco á heimsvísu (Costco er með tæplega 800 verslanir í 11 löndum, flestar í Bandaríkjunum).

  Líklega er aðildargjaldið hvergi lægra en hér á landi, 4.800 krónur á ári. Í Bretlandi er það 5.800 krónur og í Bandaríkjunum 7.800 krónur.

  Kannanir sýna að um helmingur landsmanna yfir 18 ára sé með aðildarkort í Costco. Þúsundir fyrirtækja eru einnig með kort. Í flestum tilfellum eru fleiri en einn einstaklingur á bak við hvert kort. Samkvæmt þessu gætu verið 70-90 þúsund virk aðildarkort í Costco á hverju ári. Kortin gætu því verið að skapa Costco 300-400 milljónir króna árlega.

  Samkvæmt nýjasta ársreikningi Costco á Íslandi hagnaðist félagið um 463 milljónir króna og ársveltan var 20,5 milljarðar króna.

  Trixin í Costco (2)

  Auglýsing