TRIXIN Í COSTCO (2) – ÚTLITIÐ ÆPIR ÓDÝRT

  ...ekkert skraut og engin „hönnun.“

  Costco rýnirinn skrifar:

  Útlit Costco verslana um allan heim – og hér á landi – er rækilega útpælt til að skapa tilfinningu fyrir góðum díl.

  Fyrst og fremst er það einfalt, ekkert skraut og engin „hönnun.“ Vörurekkar eins og í lagerhúsnæði, staflað upp í loft, steingólf.

  Yfirþyrmandi magn af vörum skapar þá tilfinningu að verslunin hreinlega verði að losa sig við þær og það skýri þetta „góða“ verð.

  Trixin í Costco (1)

  Auglýsing