TREKANT Á MÝVATNI

    Þorfinnur

    “Í hugum flestra eru endur rósemdarfuglar sem synda í heimspekilegri ró á vötnum og tjörnum,” segir Þorfinnur Sigurgeirsson sem tók þessa mynd og bætir við:

    “Þetta er oftast nær raunsæ mynd af þeim, en á vorin þegar þörfin fyrir að koma erfðaefninu áfram hellist ofsi yfir steggina og rennur bókstaflega á þá grimmilegt æði sem er ekki fyrir viðkvæma að horfa upp á. Þessar mynd er tekin við Mývatn í lok maí og sýnir atganginn í steggjunum þegar þeir nánast drekkja kollunni við að koma vilja sínum fram allirsem einn, samtímis. Skelfingu lostin reyndi kollan hvað eftir annað að komast undan en aftur og aftur réðust þeir á hana, bitu hana í hnakkann og héldu löngum stundum í kafi.”
    Auglýsing