TREGALJÓÐ UM SÍÐUSTU SÉÐ OG HEYRT STÚLKUNA

  Þórarinn Þórarinsson, Facebookstjarna og fréttamaður, hefur birt frumsamið ljóð um endanlegt brotthvarf Séð og Heyrt stúlkunnar sem lengi var fastur punktur í tilveru margra.

  “Þetta ljóð orti ég 2011. Tilefnið er mér gleymt en á trega ljóðmælandans dettur mér helst í hug að þarna hafi Séð&heyrt slátrað Séð&heyrt-stúlkunni,” segir Þórarinn en ljóðið heitir Leiðarlok:

   

  Þegar ég
  lít yfir 
  síðustu litsíðu 
  lífs míns

  finnst mér 
  ég hafa
  dansað,

  djúsað,
  riðið
  og kysst

  til einskis

  og líður
  eins og
  síðustu

  Séð og heyrt stúlkunni

  Auglýsing