TOPPLAUN Í GARÐABÆ

  Gunnar, Guðjón, Áslaug og Sigurður eru vel haldin af íbúum í Garðabæ.

  Í yfirliti sem hefur verið tekið saman yfir laun bæjarstjóra, starfsmanna bæjarins og bæjarfulltrúa í Garðabæ sést að liðið er á topplaunum.

  Gunnar Einarsson bæjarstjóri var með 27,5 milljónir í laun 2017 og að auki bifreiðastyrk upp á 2,2 milljónir. Guðjón E. Friðriksson bæjarritari var með 21,1 milljón árið 2017 auk 800.000 í bifreiðakostnað. Félagsmálastjóri var með 18,8 milljónir og  840 þúsund. Áslaug Hulda Jónsdóttir var launahæsti bæjarfulltrúinn 2017 með  6,8 milljónir og 422.000 í bílatyrk. Næstur kom Sigurður Guðmundsson með 6,5 milljónir og 378.000 í bílastyrk

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinTARANTINO (55)