TOPPDJOBBUM RÍKISINS ÚTDEILT ÁN AUGLÝSINGA

  Nýi þjóðminjavörðurinn og ráðherrann. mynd / stjórnarráðið

  Póstur úr kjallara kerfisins:

  Það er óhætt að fullyrða að fólk sem brennur fyrir miðlun og rannsóknum á menningarsögu- og minjum í landinu sé í áfalli eftir að Lilja Alfreðsdóttir ráðherra menningar- og viðskiptaráðuneytis skipaði á dögunum Hörpu Þórsdóttur í stöðu þjóðminjavarðar: án auglýsingar.

  Staða þjóðminjavarðar hefur ekki verið auglýst í rúma tvo áratugi en þar á undan sat Þór Magnússon í embættinu í 35 ár. Það kemur etv ekki á óvart við klíkuráðningar sem þessar að Harpa er einmitt dóttir Þórs fyrrum þjóðminjavarðar.

  Það er í raun með ólíkindum að nú á dögum geti forstöðumenn ríkisstofnanna, eins og t.d. Þjóðminjasafns, Þjóðleikhúss eða Þjóðskjalasafns, setið áratugum saman í embættum sínum, og að þegar embættin losna þá skuli vera skipað í þau án auglýsingar.

  Auglýsing