TOMMI UM TRUMP

  Ég hefi enn ekki hitt eða talað við neinn Ameríkana frekar en aðra sem hafa ekki frekar eða mjög neikvæða skoðun á Donald Trump forseta Bandaríkjanna. Það má með sanni segja að sumt, margt eða allt sem hann gerir, segir eða skrifar á Twitter og Instagram sé vægt til orða tekið umdeilanlegt, jafnvel fáránlegt.

  Margir telja hann “algjöran fávita”. Það furðulega er að hann er sagður vera með greindarvísitöluna 156 meðan Clinton er með 148, Hillary 140. Oobama 141 og Georg W. Bush 124 (segir Google sem allt veit). Langt yfir meðaltali sem er í kringum 100.

  Í upphafi ferils síns í viðskiptum vakti hann athygli og aðdáun fyrir snjöll viðskipti og árangur í veraldlegu vafstri. Skrifaði bækur m.a. “The art of the deal” sem á þeim tíma þótti lýsa snjöllum hugmyndum og lýsti frábærri velgengni. En einhversstaðar á leiðinni upp í forsetastólinn fipaðist hann og fór að haga sér undarlega. En hann var samt kosinn forseti Bandaríkjanna undir yfirskriftinn “Lets make america great again”, eitthvað sem gamlir Kanar söknuðu frá fyrri árum þegar Ameríka var óumdeilanlega í forystu hlutverki þjóðanna.

  Eftir að hafa verið í embætti í tæp fjögur ár liggur eftir hann slóðin af dularfullum gjörðum og framkomu, sumt alger vitleysa og út í hött.

  En hafandi sagt þetta þá er fátt svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Trump er óhræddur við að taka ákvarðanir sem flestar virðast vera rangar. Hann er óútrúlegur, má segja að það eina sem er útreiknanlegt er að hann er óútreiknanlegur.

  En hann tekur ákvörðun og er ekki smeykur við að gera vitleysur og ögra hinum ýmsu þjóðhöfðingjum heimsins með framkomu sinni og gjörðum þannig að þeir vita aldrei hvaðan á sig stendur veðrið. Honum er treystandi til alls og þeir eru á einhvern hátt óöruggir og pínu hræddir því hann skýtur fyrst og spyr svo, skítsama um afleiðingar – en “You don´t bring a knife to a gun fight”.

  Sumir þjóðarleiðtogar haga sér eins og þeim sýnist, virða nánast engar reglur og gera bara það sem þeim hentar t.d. Pútin, Kim jong un, Xi jinping og fleiri sem hann er að glíma við eru dæmi um leiðtoga sem virða ekki sömu leikreglur og Angela Merkel og aðrir fyrirmyndarleiðtogar stórvelda.

  Oft segir Trump ekki satt, kannast ekki við gerðir sínar og breytir staðreyndum og atburðarásinni eins og rithöfundur í sksáldsögu skáldsögu.

  Það er ekki hægt að líta fram hjá axarsköftum og vitleysu en á einhvern hátt heldur Trump skúrkunum í skefjum svo það er kannski í allri sinni kaldhæðni hægt að segja að það sé lán í óláni hversu klikkaður hann er.

  Tilgangurinn helgar meðalið.

  Auglýsing