TOMMI Á TROMMUNUM – HELDRA PÖNK

  Tommi á Búllunni er ekki af baki dottinn þó hættur sé störfum við daglegar steikingar á borgurum víða um heim. Hann stofnaði pönkhjómsveit eldri borgara, heldra pönk, og hélt tónleika í Iðnó.

  Hljómsveitinni vel fagnað.

  “Maður verður að hafa eitthvaða fyrir stafni þegar maður er hættur að vinna,” sagði hann við fjölmiðla eftir ballið sem var vel sótt. Tommi eignaðist trommusett sextán ára og dró það fram nú:

  “Maður þarf ekki að kunna svo mikið til að spila í pönk,” sagði hann en slagorð hljómsveitarinnar er: “Áfram með smjörlíkið”.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSTEFAN ZWEIG (138)