TOMMI 70

  “Þetta var erfiðara en að opna nýjan veitingastað. Þriggja mánaða æfingar,” sagði veitingamaðurinn og goðsögnin Tómas Á. Tómasson, kenndur við Hamborgarabúlluna, Hard Rock, Ömmu Lú, Hótel Borg, Festi í Grindavík og guð má vita hvað eftir opnunaratriði í sjötugsafmæli sínu í Gamla bíói á föstudagskvöldið. Þar kom Tommi fram með dansflokki og tók Smooth Criminal eins og Michael Jackson, dansaði og söng texta eftir Baggalút um Búlluna og árin 70. Sjá orginalinn hér.

  Og ekki nóg með það. Síðar um kvöldið tók hann Brown Sugar með Síðan skein sól og Helga Björns og endaði ber að ofan í ofurformi á sviðinu eins og Mick Jagger enda nánast janaldrar; Mick reyndar sex árum eldri.

  Þarna var Tommi að fagna með fjölskyldu sinni, vinum og kunningjum í gegnum árin og var ekki að spara púðrið. Litlir humarborgarar í forrétt, svo lamb i bearnaise og desert með kaffi í lokin.

  Þetta var ekki veisla fræga fólksins (þó nokkur andlit væru kunn), heldur fjölskyldan (Fjeldsted), börnin öll, kærustur, konur og kokkar.

  Svona veisla hefur ekki verið haldin á Ísandi áður (þó Jörundur hundadagakóngur hafi reynt) – gjörsamlega orginal eins og afmælisbarnið.

  Myndband seinna.

  Auglýsing