TÓMASARLUNDUR Í HÚSDÝRAGARÐINUM

    Efnt verður til Tómasarvöku í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum mánudaginn 2. ágúst n.k. kl. 15:00 – 17:00 þar sem Stuðmenn og fleiri tónlistarmenn efna til tónleika í minningu þess dáða meistara sem Tómas Magnús Tómasson var. Bassaleikari Íslands var hann jafnan kallaður og hann lék ekki aðeins með Stuðmönnum og Þursaflokknum heldur á fleiri hljóðritum en nokkur íslenskur tónlistarmaður fyrr og síðar, auk þess að stjórna upptökum á miklum fjölda mest seldu hljómplatna Íslandssögunnar.

    Við vígslu Tómasarlundarins í Húsdýragarðinum í dag – miðvikudag kl. 15:00 – munu nokkrir valinkunnir tónlistarmenn koma saman og taka lagið auk þess sem gróðursett verða á sérstökum stað við hlið lundarins fjögur tré sem tákn um bassastrengina fjóra sem Tómas lék svo listilega á.

    Auglýsing