TINNA MISSTI TVISVAR AF TENGIFLUGI

    Tinna Helgadóttir viðskiptafræðingur er ekki sátt með þjónustu Icelandair enda  hefur hún þurft að bera nokkurn kostnað vegna hennar:

    “Hvað er málið með að svara engum tölvupóstum eða skilaboðum  á messenger?” spyr hún Icelandair rafrænt.

    “Það hefur núna gerst tvisvar að vegna ykkar vanhæfni þá hef misst af tengiflugi. Áðan á leiðinni til Parísar þar sem engin tilkynning var gefin út hvorki með tölvupósti né smsi svo enginn séns að maður gæti pantað annað flug til að ná hinu fluginu frá París. Og svo fyrir tveim vikum þegar ekki var hægt að skrá sig inn rafrænt í flug frá Moskvu. Enn engin svör eftir tvær vikur.”

    Auglýsing