Steini pípari sendir hugvekju:
—
Pétur mikli Rússakeisari var maður mikill skatta og ötull við að leggja skatt á alþýðuna. Frægasti skatturinn sem hann lagði á brúsafólkið var skeggskattur.

Eitt sinn tilkynnti hann Orþódox kirkjunni í Rússlandi að hann ætlaði að skattleggja kirkjuna til að setja meiri hraða í uppbyggingu á gatnagerð í St. Pétursborg. Klerkarnir krossuðu sig margsinnis og buðu honum í óupplýsta kjallara kirkjunnar og sýndu honum mikinn auð í gulli og buðu honum gullið í staðin fyrir skattinn. Pétur mikli þakkaði vel fyrir sig og setti líka að sjálfsögðu skattinn á laggirnar.
Pétur mikli var mikilmenni og gerði rausnarlega við vini sína og fjölskyldu. Hann var líka frægur fyrir að segja að hann væri maður skattalækkana.
Kannast einhver við samlíkinguna?