TÍFALDUR VERÐMUNUR Á STREPSILS

    Guðmundur og hálstöflurnar.

    Guðmundur Magnússon sagnfræðingur og blaðamaður er vanur að leggjast í rannsóknir við bókarskrif sín en hann er höfundur margra bóka um íslenskt ættarsamfélag og annað tengt. Hann rannsakar líka þegar hann fer út í búð og hér er verðlagning alveg út úr kú:

    “Svona Strepsils hálstöflur, 24 stk, voru keyptar í Poundland í Glasgow fyrir nokkrum dögum. Kostuðu eitt sterlingspund, um 160 kr. Sami pakki er seldur á 1.778 kr. í Lyfjum og heilsu á Granda í Reykjavík. Meira en tífaldur verðmunur. Eðlilegt?” spyr hann.

    Auglýsing