“Við erum búin að selja húsnæðið og lokum á næstu dögum eftir 77 ár á sama stað hér á Bergstaðastrætinu,” segir Kári Heiðdal Smith einn af eigendum Þvottahúss A. Smith og barnabarn Adolf Smith sem stofnaði þvottahúsið 1946 í stórhýsi á Bergstaðatræti 52 sem hann byggði sjálfur fyrir fjölskyldu sína og þvottahúsið.
Þvottahúsið verður þó áfram starfrækt á nýjum stað út á Granda:
“Við förum út á Fiskislóð í gamla fiskverkun sem þar var,” segir Kári ánægður með umskiptin. “Þetta var orðið þröngt hér og ýmislegt sem þarf að gera við húsnæðið.”

Það var listaverkasafnarinn Pétur Arason sem keypti húsnæðið en Pétur og Ragna Róbertsdóttir, eiginkona hans, hafa verið með gallerí á jarðhæð hússins sem snýr út að Bergstaðastræti og sýnt þar fágætt safn samtímalistar sem er í eigu þeirra.
“Pétur ætlar að nota húsnæðið fyrir lager, líklega fyrir myndlist, ” segir Kári Heiðdal Smith.