ÞVOTTAHÚS A. SMITH FLYTUR Á GRANDA

    Kári og Bergstaðastræti 52 sem afi hans byggði fyrir 77 árum.

    “Við erum búin að selja húsnæðið og lokum á næstu dögum eftir 77 ár á sama stað hér á Bergstaðastrætinu,” segir Kári Heiðdal Smith einn af eigendum Þvottahúss A. Smith og barnabarn Adolf Smith sem stofnaði þvottahúsið 1946 í stórhýsi á Bergstaðatræti 52 sem hann byggði sjálfur fyrir fjölskyldu sína og þvottahúsið.

    Þvottahúsið verður þó áfram starfrækt á nýjum stað út á Granda:

    “Við förum út á Fiskislóð í gamla fiskverkun sem þar var,” segir Kári ánægður með umskiptin. “Þetta var orðið þröngt hér og ýmislegt sem þarf að gera við húsnæðið.”

    Pétur Arason keypti húsnæðið – þó ekki þvottahúsið sjálft.

    Það var listaverkasafnarinn Pétur Arason sem keypti húsnæðið en Pétur og Ragna Róbertsdóttir, eiginkona hans, hafa verið með gallerí á jarðhæð hússins sem snýr út að Bergstaðastræti og sýnt þar fágætt safn samtímalistar sem er í eigu þeirra.

    “Pétur ætlar að nota húsnæðið fyrir lager, líklega fyrir myndlist, ” segir Kári Heiðdal Smith.

    Auglýsing