ÞÚSUND BÍLASTÆÐI UNDIR HAFNARTORGI Á SEX MILLJARÐA

    „Undir nýju Hafnartorgi verða í það minnsta 1.100 bílastæði. Mjög varlega áætlað kostar stykkið 6 milljónir. Bílastæðin undir Hafnartorgi kosta því 6.600 milljónir. 6,6 milljarða. 16 bragga. Meira en kolefnisgjald skilar ríkissjóði samkvæmt fjárlögum. Árlegur fjármagnskostnaður er 429 milljónir. Einn braggi. Á ári. Stæðin þurfa því að skila 1,2 milljónum á hverjum degi til að standa undir sér. Eða, þú veist, leka yfir í íbúðaverð og verð á vöru og þjónustu. (miðað við 6,5% óverðtryggða vexti, sem eru fimm ára fastir vextir Landsbankans á óverðtryggðum húsnæðislánum),” segir Gunnar Dofri Ólafsson lögfræðingur Viðskiptaráðs

    Auglýsing