ÞÚ NAUÐGAÐIR MÉR VÍST

“27. nóvember fyrir 3 árum er dagurinn  sem ég áttaði mig á að ég gat ekki treyst konunni sem fæddi mig í þennan heim. Efast samt ekki um að narsísíski ofbeldismaðurinn sem hún bauð inni húsið mitt hafi átt hugmyndina um að keyra 403 kílómetra til að koma fyrir mig vitinu,” segir Helga Ólöf kennari í Kársnesskóla í Kópavogi.

“En hún stoppaði hann ekki og hún varaði mig ekki við. Heldur sat hún hjá og horfði uppá hann reyna að gera lítið úr mér og því sem ég hef lent í. Reyna að fá mig til að segja að þetta væri allt lygi. Þegar hann fann svo að ég myndi ekki gefa mig og fór að æsa sig hljóp hún út úr húsinu og hefur hvorki sést né heyrst síðan. Þennan dag var ég sett í þá aðstöðu að mæta manni sem braut margoft á mér kynferðislega í áratug. Ég bakkaði ekki, ég gaf mig ekki, ég horfði í augun á honum og sagði jú þú nauðgaðir mér víst. Þennan dag sýndi ég hugrekki sem ég vissi ekki að ég ætti. En ég vissi að á bak við mig stæði hópur kvenna sem myndu standa með mér alla leið.”

Auglýsing