ÞRJÚBÍÓ – VERÖLD SEM VAR

    Einstök barnamenning sem videóið drap.

    “Þrjúbíó var menningarfyrirbæri sem átti fastan sess i þjóðlífinu um miðja síðustu öld,” segir Rúnar Gunnarsson ljósmyndari sem víða hefur farið og tók þessa mynd fyrir utan Austurbæjarbíó á sjöunda áratugnum – rétt fyrir þrjú.

    Rúnar.

    “Þá voru sjö kvikmyndahús í Reykjavík, þar af tvö í bröggum frá stríðsárunum. Á sunnudögum klukkan þrjú flykktust börn í bíó og þótti það hin besta skemmtum, ekki síst við leiki og ærsl fyrir og eftir sýningu bíómynda. Í hléinu fóru fram blómleg viðskipti með teiknimyndablöð, sem þá kölluðust hasablöð. Og svo kom sjónvarpið og vídióið og þá lauk þessum sérstöku sunnudagssýningum. Hér er mynd sem var tekin við Austurbæjarbíó á sjöunda áratugnum, mynd sem varðveitir brot af einstakri barnamenningu síns tíma. Nokkrar þrjúbíó myndir voru á ljósmyndasýningu minni í Unuhúsi við Veghúsastíg vorið 1969.”

    Auglýsing