ÞORVALDUR HALLDÓRS HREKST ÚR LANDI

  Þorvaldur í upphafi ferils síns.

  “Það má segja að við séum að hrekjast úr landi. Ellilífeyrinn hér heima dugir ekki en gerir það á Spáni,” segir einn vinsælasti dægurlagasöngvari þjóðarinnar um áratugaskeið, Þorvaldur Halldórsson, líklega þekktastur fyrir “Á sjó”.

  Þorvaldur og Margrét.

  Þorvaldur og eiginkona hans, Margrét Scheving, eru nú að pakka saman í einbýlishúsi sínu á Selfossi þar sem þau hafa búið í 14 ár og stefnan tekin á Torrevieja á Spáni þar sem þau ætla að setjast að:

  “Það er 50 prósent ódýrara að búa á Spáni en á Íslandi. Hér má ekkert koma up á þá hefur maður ekki efni á því,” segir Þorvaldur en þau Margrét hafa selt einbýlishúsið, fengu fyrir það gott verð, losuðu sig við skuldir og eiga afgang til að koma sér fyrir í nýju landi.

  “Við fáum góða íbúð þarna úti með þremur svefnherbergjum á 70 þúsund krónur. Þetta er lítill, vinalegur bær á stærð við Reykjavík, með góðri strönd og þarna þekkjum við marga Íslendinga sem eru fyrir,” segir Þorvaldur sem verður 74 ára í næsta mánuði og er alls ekki hættur að syngja:

  “Kannski fer ég að syngja þarna úti, byrja í sturtunni og stíg kannski á stokk fyrr en varir.”

   

  Auglýsing