ÞORSTEINN MÁNI ENDURBYGGIR ÖMMUHÚS SITT Á DRAFNARSTÍG

    Þorsteinn Máni og Joey kona hans með frændsystkinunum Veru Illugadóttur og Kristjóni Kormáki í garðinum við gamla "ömmuhúsið" á Drafnarstíg sem nú er horfið.

    Þorsteinn Máni Hrafnsson kvikmyndagerðarmaður sem búsettur hefur verið í Kanada neyddist til að láta rífa húsið húsið á Drafnarstíg 3 vegna myglu en húsið hafði hann keypt af dánarbúi ömmu sinnar, Jóhönnu Kristjónsdóttur. Þorsteinn Máni er sonur Hrafns heitins Jökulssonar, sonar Jóhönnu, og Elísabetu Ronaldsdóttur sem er velþekkt í alþjóðlegum kvikmyndaheimi fyrir kvikmyndaklippingar sínar.

    Nú er húsið horfið af lóðinni og Þorsteinn Máni ætlar að byggja annað á sama stað:

    “Sótt er um leyfi fyrir áður gerðu niðurrifi mannvirkis, matshluta nr. 01, hús á lóð nr. 3 við Drafnarstíg. Stærð niðurrifs: 111,1 ferm., 251,0 rúmm. Erindi fylgir afrit bréfs eftirlitsdeildar v. stöðvun framkvæmda dags. 6. október 2022 og umsögn Minjastofnar Íslands dags. 27. júlí 2021. Staðfest….”Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á tveimurhæðum auk kjallara, steyptar undirstöður, kjallari og milliplata jarðhæðar, útveggir, milliplata efri hæðar og þak verði timbur og klætt bárujárni, á lóð nr. 3 við Drafnarstíg. Stærð húss: 215,4 ferm. Erindi fylgir umsögn Mínjastofnunar Íslands dags. 25. október 2022 og bréf hönnuðardags. 31. október 2022. Niðurrif í óleyfi undir erindi BN061617.Erindi BN060047 er dregið til baka með tölvupósti dags. 21.11.2022.” 

    Auglýsing