ÞÓRÓLFUR SÓTTVARNALÆKNIR TEKUR SJÓMANNALÖG Í GRINDAVÍK

  Þórólfur mætir með bassann á Bryggjuna.

  Það verður skemmtileg tónlistardagskrá í Netagerðarsalnum á Bryggjunni í Grindavík um Sjómannahelgina.

  Föstudagskvöldið 5. júní verða tónleikar þar sem hinir þjóðkunnu tónlistarmenn Jógvan Hansen,  Matthías Matthíasson, og Vignir Snær Vigfússon flytja helstu smelli hljómsveitarinnar The Eagles.  Tónleikarnir byrja kl. 21:00 og miðar fást á www.tix.is og við hurðina.

  Laugardaginn 6.júni verða svo tónleikar þar sem flutt verður úrval af gömlu, góðu sjómannalögunum.   Bakkalábandið er skipað Vísis fjölskyldunni, Margréti,  Pétri,  Kristínu og Svanhvíti Pálsbörnum, ásamt Ársæli Mássyni,  Axel Ómarssyni,  Halldóri Lárussyni og engum öðrum en sóttvarnalækninum Þórólfi Guðnasyni.  Dagskráin hefst kl. 15:00 og aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir.

  Bryggjan Grindavík var opnað sem kaffihús árið 2009, og 2019 var opnaður nýr tónleikasalur í Netagerðarsalnum.

  Auglýsing