ÞÓRÓLFUR ÆTLAR AÐ SÆKJA UM FORSTJÓRASTARFIÐ AFTUR

  Samkvæmt heimildum mun embætti forstjóra Samgöngustofu verða auglýst laust til umsóknar í næsta mánuði og lýkur þar með fimm ára forstjóratíð Þórólfs Árnasonar hjá stofnuninni ef hann sækir ekki um aftur sem hann ætlar reyndar að gera:

  “Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur upplýst mig um það að staða forstjóra Samgöngustofu verður auglýst á næstunni en 5 ára skipunartími minn rennur út 6. ágúst n.k. Ég hef upplýst starfsfólk Samgöngustofu um það að ég sækist áfram eftir að stýra stofnuninni og mun sækja um, þegar starfið verður auglýst,” segir Þórólfur.

  Hjá ríkinu gildir sú relja að forstöðumenn eru ráðnir til fimm ára í senn og sé ekki auglýst að þeim tíma liðunum framlengist ráðningin um önnur fimm ár.

  Þórólfur var ráðinn 2014 en áður hafði hann víða komið við. Hann var framkvæmdastjóri sölu- markaðssviðs Marels í sex ár. Hann varð fyrsti forstjóri Tals, gegndi stöðu stjórnarformanns Isavia og var borgarstjóri í Reykjavík frá 2003 til 2004.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…