ÞÓRDÍS SLÖKKTI Á FYLLIRÍI Á KLAUSTRI

    "Talið bara við mig ef ykkur vantar reiða kellingartussu sem berst fyrir réttlæti."

    “Er á hóteli á Kirkjubæjarklaustri og það er óþolandi fólk á öskrandi fylleríi fyrir utan herbergið og ég er búin að biðja þau einu sinni fallega að tala með innirödd en það dugði ekki svo ég ætla að bíða í 9 mínútur áður en ég fer fram og tek froðufellandi trylling. Stay tuned!” segir Þórdís Gísladóttir rithöfundur.

    “Þau sögðu “fok of” en tónlistin slokknaði, tveir sögðu góða nótt og deep throat er aðeins búinn að lækka róminn. Fokreiða tryllings-Þórdís svínvirkar. Talið bara við mig ef ykkur vantar reiða kellingartussu sem berst fyrir réttlæti.”

    Auglýsing