ÞÓRARINN BÚINN AÐ MISSA SÁÁ

    Óvirkur skrifar:

    Það fór ekki hátt í aðdraganda aðalfundar SÁÁ að Þórarinn Tyrfingsson hugði á yfirtöku félagsins á nýjan leik. Enginn fjölmiðill hafði veður af þessu, en mikil smölun á aðalfundinn átti sér stað af hálfu Þórarins síðustu vikur.

    Þórarinn tapaði slag við Einar Hermannson um sæti formanns SÁÁ árið 2020. En eftir að Einar sagði af sér í byrjun þessa árs virðist sem gamli yfirlæknirinn og formaðurinn hafi séð möguleikann á að ná yfirhöndinni á nýjan leik. Hann lýsti því þó hvergi yfir, en hélt reglulega fundi með stuðningsfólki sínu. Töluvert margar greinar birtust í fjölmiðlum síðustu vikur, með alls kyns grimmum ásökunum á hendur stjórnendum SÁÁ og ákalli um að skipta um forystu. Þegar svo aðalfundur SÁÁ hófst þriðjudaginn 21. júní birtist framboðslisti Þórarins og á honum voru allir greinahöfundarnir.

    Fólk í framboði á lista stjórnar SÁÁ hlaut hins vegar örugga kosningu og náði enginn á lista Þórarins inn í stjórn félagsins. Þar með virðist útséð um að hann nái aftur tökum á SÁÁ og spyrja margir sig hvað búi að baki þessum áhuga á að komast aftur til valda. Þórarinn er 75 ára gamall, fyrrum yfirlæknir á Vogi og var formaður SÁÁ áratugum saman.

    Auglýsing