ÞÓRA ÞUSAR

Stafsetning pirrar Þóru og hún vinnur við stafsetningu.
“90% vinnunnar minnar felst í að lesa yfir texta annarra og breyta stórum stöfum í litla. Afhverju skrifar fólk starfsheiti með stórum staf? Eða heiti á deildum og verkefnum? Byrjar jafnvel öll orð í sömu setningu á stórum staf. Þetta ekki bara hræðilegt heldur ólöglegt,” segir Þóra Tómasdóttir  fyrrverandi blaðamaður og ritstjóri og nú sérfræðingur í stafrænum miðlum og markaðsmálum hjá Advania.
“Já, það vantar ekki tvöfalt bil á eftir punkti hjá fólki fætt fyrir ‘70. Svo ég tali nú ekki um enska þankastrikið sem er verið að troða inn allstaðar þar sem á að vera komma.”
Auglýsing