Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

ÞÓRA MISSTÍGUR SIG – SJÁLFSTÆÐI!

Þóra Arnórsdóttir opnaði formlega kosningaskrifstofu sína í gömlu Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg í dag og sagði þá meðal annars:

„Þegar Ísland fékk sjálfstæði frá Dönum árið 1944 var alveg skýrt að í hinu lýðveldi yrði þingræði með forseta, ekki forsetaræði.“

Sjá mbl.is HÉR.

Þetta er ekki rétt hjá Þóru:

Ísland varð fullvalda ríki 1918 og lýsti síðan yfir stofnun lýðveldis á Þingvöllum 1944 án þes að spyrja Dani sem voru þá hernumndir af Þjóðverjum. Ísland fékk aldrei sjálfstæði frá Dönum 1944.

Fara til baka


Comments

 1. Vitleysisgangur er þetta.. allir vita að Hr. ÓRG er sá eini sem getur sinnt þessu embætti..

  1. …..og það var rétt! Þó er hann ekki eilífur, og langt liðið á seinni hálfleik hjá honum.

  2. Þetta vitum við Sverrir. Eitt Óla tímabil í viðbót, síðan má einhver annar :)

  3. Kominn tími á að leiða grísinn til slátrunar. Hann er útbrunnin

  4. hahaha
   hann er einmitt að gera svo mikilvæga hluti. Sérðu ekki allan árangurinn annars? Nefndu einn hlut.

  5. Þú hefur greinilega ekki lesið kaflann um hlut forsetans í hruninu í skírslu ransóknarnefndar Alþimgis Sverrir Þráinsson. Mörgum finnst einmit að það sem kemur þar fram bendi til að ÓRG sé alls ekki hæfur til að vera forseti

 2. Er hún Þóra svo mikil Alþýðuflokks kona að hún haldi að Ísland sé betur sett með að kaupa alla hluti ódýrt frá Evrópu fyrir lán frá ESB í stað þess að við framleiðum sjálf.

  1. Hvar hefur hún lýst þeirri skoðun sinni og hvenær?

  2. Hvaða bull er þetta?

  3. Forsetinn hefur ekkert um það að segja hvort við verðum neydd til að kaupa áfram dýrustu landbúnaðarvörur í heimi og það eftir að hafa borgað hæstu styrki til landbúnaðarins sem um getur í veröldinni. Forsetinn ræður engum ESB það verður þjóðin sem gerir það sjálf og á endanum forsetinn ræður engu um lántökur hjá erlendum lánastofnunum svo að við getum alveg gleymt þessum barnalegum aðfinnsæum þínum HNH

 3. Þór er sú sem við þurum burt með gamla Ísland og besta vin útrásarvíkinganna Ólaf Ragnar Grímsson.

 4. Værir þú til í að útskýra þetta betur, Eiríkur. Áttu við að lýðveldið hafi orðið til 1918 en ekki 1944? Hvað var það annað en sjálfstæði þjóðarinnar sem fékkst 1944? Og hvernig spilar inn í þetta að Danir hafi ekki verið spurðir?

  1. Mig minnir að þetta hafi verið hálfgerðir samningar þótt Danir væru ósáttir þar sem þeir höfðu ekki mikið svigrúm sem hernumið land en mig minnir að árið eftir eða á næstu árum hefðum við átt að fá sjálfstæði. Það munaði bara ári eða svo – minnir mig. Og svo voru margir ekkert ánægðir að fá sjálfstæðið!! Vildu bara vera kóngsins menn.

  2. Áttu Íslendingar ekki að fá fullt vald yfir öllu sínu 25 árum eftir fullveldið eða 1943 en þá var stríðið á viðkvæmu stigi. 1944 ákváðu Íslendingar svo að bíða ekki lengur og segja sig úr sambandi við Dani og lýsa yfir stofnun lýðveldis. En það kann að vera að mig misminni eitthvað

  3. Þannig séð hefur Eiríkur rétt fyrir sér. Þetta var hluti af samningnum en við ráðfærðum okkur ekkert við hið hernumda Danaveldi, lýstum bara yfir að við værum sjálfstæð og fullvalda þjóð. Man en fyrst þegar ég kom til Danmerkur og hitti gamalt fólk sem leit á okkur sem svikara. Voru ekkert að pæla í svikum Dana við Íslendinga í gegn um aldirnar, enn sárir yfir "svikum" Íslendinga á ögurstund.

  4. Nei, Kristín, Eiríkur hefur ekki rétt fyrir sér nema við tiltekna bókstafstúlkun á orðum Þoru. Munurinn liggur í áhersluofðinu: a) við fengum SJÁLFSTÆÐI frá dönum" eða b) Við fengum sjálfstæði FRÁ dönum…

  5. við hefðum ekki getað ráðfært okkur við hernumda Danmörk við hefðum orðið gera það við Þjóðverja og varla hefðu Danir orðið ánægðari með það, en mörgum öldruðum Dönum finnst að við hefðum átt að bíða , en það vissi enginn hvað þetta hernám gat staðið lengi og það má spurja frá okkar sjónarhóli séð, hvort Danir hefðu nokkurntíma átt að hjafa eitthvað um það að segja hvenar við vildum verða sjálfsræð.

 5. Eiríkur er að misskilja Þóru, viljandi eða óviljandi. Þóra er þarna að tala um sjálfstæði frá Dönum í merkingunni að þá urðum við óháð Dönum. Eiríkur er hins vegar að misskilja þetta eins og danir hafi gefið okkur sjálfstæði 1944.

 6. Islendingar lystu yfir sjalfsæði 1944 gegn vilja Dana það er stor munur þar á, við tókum okkur sjalfstæði an þess að spyrja kong eða prest

  1. Og hvaðan tókum við okkar sjálfstæði? Frá…

  2. Hafsteinn, við fengum sjálfstæði frá dönum 1944. Að við höfum fengið það frá okkur sjálfum en ekki nýlenduherrunum er aukaatriði hvað hin tilvitnuðu orð varðar. Þjóðin fékk sér sjálfstæði frá dönum. Er þetta boðlegur orðhengilsháttur í ljósi hinnar alvarlegu fyrirsagnar?

 7. ÞÓRA skeit í deigið í dag og talaði ekki eins og forseti þjóðar.

  1. Í alvöru talað, er þetta það besta sem þú getur komið með?

  2. ÞÓRA fór með rangt mál þegar hún sagði "Ísland fékk fullt sjálfstæði frá Dönum 1944".

  3. Nú er það,. Hvaðan tókum við okkar sjálfstæði?

  4. Samningar náðust 1918 um fullveldi Íslands í konungssambandi við Danmörku. Sambandslagasamningurinn var lögtekinn í báðum löndum og tók gildi 1. desember 1918. Ísland var nú orðið ríki út af fyrir sig, konungsríkið Ísland, og hafði samningsbundinn rétt til að segja upp sambandinu við Danmörku að 25 árum liðnum.

  5. Fengum fullveldi 1918 en vorum ekki með fullt sjálfstæði. Við vorum háð dönum, undir þeirra kóngi og þeir réðu utanríkisstefnunni. 1944 fengum við fullt sjálfstæði frá dönum, ekki í merkingunni að þeir gáfu okkur það, heldur í merkingunni að þá urðum við óháð þeim.

  6. Það gerðist löngu áður, lestu bara söguna. Þóra fór einfaldlega með rangt mál þegar hún sagði "Ísland fékk fullt sjálfstæði frá Dönum 1944". Ísland sleit konungssambandi 1944 formlega en það hafði reyndar verið harla lítið árin á undan.

  7. Kann söguna ágætlega og það er ekkert rangt við það sem Þóra sagði, nema maður kjósi að misskilja það.

  8. ÞÓRA sagði "Ísland fékk fullt sjálfstæði frá Dönum 1944". Fullt sjálfstæði var komið ansi mörgum árum áður ;)
   Berðu nú viðringu fyrir sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og sjálfum þér og vertu stoltur af því að vera Íslendingur.

  9. Róaðu þig GuðBjartur. Þú veist alveg hvað hún meinti.
   Rosalegt hatur er þetta í garð hennar.

  10. Veit Þóra hvað hún var að lesa þarna í dag? Skrifaði hún þetta sjálf ;)

  11. Hvaða andskotans máli skiptir það hvort hún skrifaði þetta sjálf. Það hefur hvert einasta mannsbarn á Íslandi lesið þetta og hún þar með talin.

  12. Með sambandslögunum, sem tóku gildi 1. desember 1918, var Ísland viðurkennt fullvalda ríkií konungssambandi við Danmörku. Alþingi hlaut þá óskorað löggjafarvald í öllum málum landsins, en danska stjórnin fór áfram með utanríkismál Íslendinga og hafði á hendi gæslu landhelginnar. Íslendingar fengu svo stjórnarskrá númer tvö árið 1920 í kjölfar þess að íslenska ríkið hafði orðið fullvalda árið 1918 ásamt því að Hæstiréttur Íslands var stofnaður og varð jafnframt æðistidómstóll landsins. Sjálfstæði Íslands að alþjóðalögum var þar með staðreynd þótt ríkið væri áfram í konungssambandi við Danmörku og ríkin tvö hefðu samstarf um ýmis mál. Í samræmi við ákvæði sambandslagasamningsins árið 1918 ákváðu Íslendingar síðan að rjúfa samband ríkjanna að tilskildum tíma liðnum og stofna lýðveldi árið 1944. Við það tækifæri var ríkinu sett ný stjórnarskrá.

  13. Saga Íslands er saga byggðar og menningar á Íslandi, sem er stutt miðað við sögu landa á meginlandi Evrópu. Landnám hófst seint á 9. öld eftir Krist og byggðist landið fljótt, einkum frá Noregi (en einnig Bretlandseyjum). Landið tilheyrði engu ríki þar til Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd með undirritun Gamla sáttmála árið 1262/64. Noregur og Ísland urðu svo hluti af Danaveldi 1380. Samhliða þjóðernisvakningu víða um Evrópu ágerðist þjóðhyggja og sjálfstæðisbarátta Íslendinga eftir því sem leið á 19. öldina og lauk með því að Ísland hlaut fullveldi 1. desember 1918. Danski konungurinn hélt þó áfram að vera konungur Íslands þar til Lýðveldið Ísland var stofnað 17. júní 1944 OG VARÐ ÞÁ AÐ FULLU SJÁLFSTÆTT
   http://is.wikipedia.org/wiki/Saga_%C3%8Dslands

  14. Wikipedia vs. heimasíða Alþingis og Forsætisráðuneytisins ;)

  15. Þóra varð sér til skammar og opinberaði fákunnáttu sína þegar hún sagði "Ísland fékk fullt sjálfstæði frá Dönum 1944".

  16. Sama hvaðan maður tekur þetta að þá er stofnun Íslenska lýðveldisins 1944 alltaf endapunkturinn

  17. Guðbjartur, stofnun lýðveldisins 1944 var endapunkturinn á formlegri sjálfstæðisbaráttu (við gætum reyndar hnýtt þorskastríðin við sjálfstæðisbaráttuna ef við viljum).
   Hvað er eiginlega rangt við það sem Þóra sagði?

  18. Ef þú þarft að spyrja, þá muntu líklegast aldrei átta þig á þessu.

 8. 1. desember árið 1918 varð Ísland frjálst og fullvalda ríki.

 9. Hér eru einhverjir að reyna að „sanna“ að Þóra sé að bulla – en samt vita allir að hið sjálfstæða íslenska lýðveldi var stofnað 1944. Þá hættum við að láta Dani stjórna utanríkismálum okkar og við losuðum okkur við kónginn. En vilji sumra til að rangfæra er svo sterkur að hann yfirbugar barnalærdóminn.

  1. Þóra talaði ekki eins og forseti þjóðar, hún varð sér til skammar og opinberaði fákunnáttu sína þegar hún sagði "Ísland fékk fullt sjálfstæði frá Dönum 1944".

  2. Ef þetta er stórmál fyrir þig þá skaltu bara hafa það eftir þínu höfði. En veruleikinn er annar.

 10. Eiríkur fer ekki rétt með tilvitnunina, þetta er það sem Þóra sagði: "Þegar Ísland fékk fullt sjálfstæði frá Dönum 1944 var skýrt að í hinu nýja lýðveldi… " Ísland fékk ekki fullt sjálfstæði 1918 því danski kóngurinn var áfram þjóðhöfðingi og Danir fóru með utanríkismál. Nýju lýðveldi var fagnað sem lokaáfanga í sjálfstæðisbaráttunni.

 11. Það er einkar athyglisverð hve lítil þekking á sögu þjóðarinnar kemur hér fram, bæði hjá forsetaframbjóðandanum sem og þeim sem hér tjá sig. Fram til loka sjöunda áratugs síðustu aldar var saga þjóðarinnar kennd í barnaskólum landsins. En upp frá þeim tíma fór margt að breytast í þjóðlífi okkar og þar virðist saga þjóðarinnar hafa orðið verulega undir.

  Fullveldissáttmálinn sem færði þjóðinni sjálfstæði innanríkismála árið 1918 var niðurstaða margra ára baráttu Jóns Sigurðssonar, sem við köllum forseta, og fylgismanna hans. Barátta sem að mestu var háð í Kaupmannahöfn. Eins og fram kemur hjá Krisínu Dýrfjörð, hér í athugasemdum, var ákvæði í þessum fullveldissamning um að eftir 25 ár frá gildistöku fullveldis, gæti þjóðin óskað eftir að verða sjálfstætt ríki með eigin utanríkisstefnu og þjóðhöfðingja. Þessi 25 ár voru liðin 1943, en þá var Danmörk hersetið land og konungdæmið í fjötrum.

  Þegar lesið er í þingtíðindum frá þessum tíma, kemur í ljós að miklar umræður voru um stofnun sjálfstæðs lýðveldis. Skiptust þingmenn lengst af í tvær álíka fylkingar. Annar hlutinn vildi bíða þar til stíðinu væri lokið og Danmörk fjárlst ríki aftur. Hinn hlutinn vildi stofna lýðveldi strax með einfaldri en formlegri tilkynningu til danska konungsins. Varð sú tillaga ofaná, eins og kunnugt er.

  Við fullveldissamninginn 1918 var Íslandi sett stjórnarskrá, að mestu afritun frá stjórnarskrá Danmerkur. Æðsta embættið í þeirri stjórnarskrá Íslands, var konungur, sem hafði neitunarvald gagnvart lögum sem Alþingi íslendinga setti. Hann hafði einnig fleiri valdheimildir..

  Við umræður á Alþingi um stofnun lýðveldis okkar var mikið rætt um stjórnarskrána. Margar skoðanir voru á lofti, bæði innan þingflokka sem og milli þingflokka. Eftir margra mánaða þref um stjórnarskrána, þegar undirbúningur fyrir sjálfstæðisyfirlýsinguna á Þingvöllum var að komast í tímaþröng, var gert samkomulag á Alþingi um að afgreiða stjórnarskrármálið þannig að engu yrði breytt í þágildandi stjórnarskrá, öðru en því að æðsta embættinu yrði breytt úr konungi, yfir í forseta.

  Þegar stjórnarskráin kom svo til formlegrar afgreiðslu fyrir þinginu, stóðu Sjálfstæðismenn ekki við samkomulagið og gerðu nokkrar kröfur um breytingar, þar á meðal á 26. greininni um neitunarvald forseta varðandi staðfestingu laga sem Alþingi hafi samþykkt. Það er afar sorgleg saga að lesa um óheiðarleika Sjálfstæðismanna á þessum tíma og sérhyggju, sem iðulega hefur birst þjóðinni á svipuðum örlagastundum.

  En að lokum get ég ekki annað en undrast að fólk skuli bjóða sig fram til forseta sem ekki hefur þessa sögu þjóðarinanr á hreinu. Það væri skelfileg lítilsvirðing fyrir þjóðina, ef forseti landsins yrði óvænt á erlendri grund beðinn að lýsa þessum kafla úr sögu þjóðarinnar og í ljós kæmi að hann væri jafn fákunnandi um söfguna og fram kom hjá Þóru við þetta tiltekna tækifæri. Eflaust er Þóra góð manneskja, sem á allt gott skilið, en þekkingarleysi hennar á sögu þjóðarinnar gerir hana ekki hæfa til að gegna embætti æðsta höfðingja íslensku þjóðarinnar.

  1. "Þegar Ísland fékk fullt sjálfstæði frá Dönum 1944"… Hvað er rangt við þetta Guðbjörn? Ég ginn enga leiðsögn um það í annars ágætu innleggi þínu. Ekki ert þú að binda skilninginn við það að danir hafi samþykkt og gefið okkur sjálfstæði ("frá")?

  2. Sem gamall sagnfræðiprófessor vil ég segja: Guðbjörn og Eiríkur Jónssynir eru hér að eltast við smávægilegt orðalag, ekki efnisatriði, eiginlega við tittlingaskít.

  3. Sælir strákar, Gísli og Friðrik. Við prófessorinn í sagnfræði vil ég aðeins segja að virðing hans fyrir sjálfstæðisbaráttunni er hans mál, sem ég blanda mér ekki í. Finnist honum þar um "titlingasík" að ræða, segir það mest um viðhorf hans til frelsisbaráttu og hveru mikilvæg hún er.

   Friðrik spyr hvað sé rangt við þetta: "Þegar Ísland fékk fullt sjálfstæði frá Dönum 1944"…. Ísland FÉKK EKKI sjálfstæði frá Dönum. Ísland TÓK EINHLIÐA ÁKVÖRÐUN UM SJÁLFSTÆÐI, á grundvelli ákvæða í samkomulagi við Danmörk um fullveldi og full yfirráð innanríkismála árið 1918. Á þessu tvennu er reginmunur og viðbrögð Danakonungs á þeim tíma er merki um stórmennsku, að samþykkja gjörðina án hernaðaríhlutunar. Þar réð áreiðanlega mestu um virðing hans fyrir þeim eistaklingum sem harðast börðust fyrir sjálfstæði þjóðarinnar um margra ára skeið.

   Í ræðu Þóru eru margar hártoganir, ætlunarþættir eignaðir forsetanum og einnig þversagnir. Þar er um ýmislegt að velja en lítum á dæmi:

   …"nái ég kjöri hyggst ég taka aftur upp þann sið sem áður var, að forseti eigi reglulega fundi með stjórnmálaleiðtogunum, bæði stjórn og
   stjórnarandstöðu." ERU einhver dæmi um að núverandi forseti hafi LAGT AF eðlileg samskipti við forystufólk stjórnmálaafla? Ef vitað er u slík, af hverju eru þá ekki nefnd dæmi, máli sínu til stuðnings. Lítum á annað dæmi:

   "Forseti sem rekur eigin stjórnmálastefnu í samkeppni við þjóðkjörið þing og ríkisstjórn getur ekki fyllilega rækt eitt sitt meginhlutverk: að vera sameiningarafl inn á við." Hvað er átt við þarna?? Er verið að gefa í skyn að núverandi forseti ástundi stjórnmálatengda flokkapólitík??? Engin dæmi eru nefnd þannig að engin leið er að vita við hvað er átt.. Þá er iðulega talað um núverandi forseta sem sérstakan vin svonefndra "útrásarvíkinga" vegna þess að þeir sem skipuleggja ferðir forseta, veittu þeim aðild að ferðum hans á árum fyrir hrun, þegar þessum aðilum var sem mest hampað sem mikilvægum frumkvöðlum í atvinnulifi okkar. Aldrei heyrist minnst á hvernig núverandi forseti átti að hafna þátttöku þeirra í ferðum, eða koma fram á stórum samkomum sem þessir aðilar stóðu fyrir. Gott væri að fá einhver dæmi um leiðir forseta á þeim tíma til slíks. En þrátt fyrir þessa gagnrýni segir svo í ræðu Þóru:

   "Honum ber að kynna íslenskt atvinnulíf, félagasamtök og menningu erlendis." Þarna er átt við forsetann. Ekki er annað sjáanlegt en Þóra hefði líka kynt útrásarvíkinga fyrir hrun, ef hún hefði verið forseti. Og að lokum úr ræðu Þóru:

   "Hann á líka að bera hróður lands og þjóðar sem víðast, án þess þó að fleipra eða draga upp einhverja glansmynd." Ég spyr. Hefur núverandi forseti ekki borið hróður landsins víða og talað máli þess? OG, hefur núverandi forseti FLEIPRAÐ eitthvað í þessum kynningum, eða hefur hann dregið upp einhverja sérstaka GLANSMYND af þjóð okkar? Engin dæmi um slíkt eru nefnd í ræðunni og því engin leið að vita við hvað er átt.

   Hvaða skoðun sem við höfum á einstaklingum, er mikilvægt að tala ekki í stíl Gróu á Leiti, eða véfréttastíl. Heiðarleg orðræða og skoðanaskipti eru eðlileg, en þá þarf fólk að nefna atriði skírum orðum svo hægt sé að vita um hvað hugrenningar málflytjanda snúast.

  4. Svarið er þá já, Guðbjörn, við spurningu minni: (ert) þú að binda skilninginn við það að danir hafi samþykkt og gefið okkur sjálfstæði ("frá"). Og gengur út frá þeirri ályktun að þar með skorti Þóru (og fleiri) þekkingu á sjálfstæðisbaráttunni. Að hún (og fleiri) sé haldin þeirri vanþekkingu að danir hafi samþykkt og veitt okkur sjálfstæði 1944.

   Ókei. En eina vandmálið er að þessi meinta vanþekking er ekki til staðar. Í mesta lagi er til staðar áherslumunur á vægi orða; a) við fengum fullt SJÁLFSTÆÐI frá dönum" eða b) Við fengum fullt sjálfstæði FRÁ dönum. Með öðrum orðum eru orð Þóru fyrst túlkuð einhliða og þröngt og síðan er þessi þrönga og einhliða túlkun notuð til að koma vanþekkingar-stimpli á Þóru. Sem ekki er boðleg aðferðarfræði.

  5. Ekki deili ég við þig um þitt sjónarmið Friðrik.

  6. Ég vil benda á í þessari umræðu að Íslendingar í dag, fæddir fyrir 1944, geta keypt sér fasteign i baunalandinu. Það er aðeins mögulegt fyrir ríkisborgara í Danmörku að kaupa sér fasteign þar sem það eru reglur um búsetu. Þar af leiðandi er ljóst að lagalegur skilningur dana á málinu er sá að Íslendingar hafi verið undir konungsveldi dana fram til 1944. Það leiðir til þess að rétta dagsetningin hlýtur að vera 1944, í lögfræðilegum skilningi, þó að leiði megi að því líkum að mörgum hafi þótt sigurinn unnin 1918.

   Qed.

 12. Lokapunktur sjálfstæðisbaráttunnar var stofnun Lýðveldisins Íslands á Þingvöllum 17. júní 1944, en hinsvegar er það alveg rétt að mikið breyttist þegar við urðum yfirlýst fullvalda þjóð 1. des 1918, sem og þegar við fengum heimastjórn 1904. Hvenær Ísland varð sjálfstætt ríki er því undirorpið túlkun, en sú túlkun að „Ísland fékk fullt sjálfstæði frá Dönum 1944“ er viðtekin, og allavega vel brúkleg sem saklaust upplegg í hvatningarræðu sem þessa. Getum við núna farið að tala um eitthvað uppbyggilegt?

 13. Þetta er ekki rétt hjá þér Eiríkur minn og ansi misheppnaður orðhengilsháttur. Ísland fékk vissulega fullveldi árið 1918 en sleit konungssambandi og utanríkissamstarfi við Danmörku og lýsti yfir fullu sjálfstæði árið 1944.

  Hins vegar er ekki rétt hjá Þóru að þá hafi verið ætlun manna að skapa hefðbundið þingræðisríki. Sjá nánar: http://www.skirnir.is/files/uploads/Svanur%20Kristjansson.pdf

  1. Eitthvað myndi Gunnar Helgi Kristinsson segja við þessum málflutningi

  2. 1. gr. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands:
   „Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn.“

   - „Þingbundin stjórn“ merkir „þingræði“ Um leið og þessi 1. grein var samin og samþykkt er ljóst að ákvðið var að hér yrði þingræði en ekki forsetaræði. Það var 1944.

  3. Deilt er um hvort lýðveldi þingbundinni stjórn merki "constitutional republic" eða "parliamentary republic" og hefur það verið þýtt á báða vegu.

   Það er þó rétt að ætlunin var að skapa þingræði, þ.e. að ríkisstjórnin nyti trausts þingsins. Það sem ég benti á er að Þóra lýtur fram hjá því að forsetanum var ætlað virkt hlutverk í stjórnskipan landsins, ætlunin var ekki einungis sú að skapa hefðbundið þingræðisríki og undarlegt að líta fram hjá því.

 14. Best væri fyrir Þóru að taka sér frí frá störfum í fjögur ár og sinna barnauppeldi eins og móður sæmir. Barnauppeldi er fullt starf og eru sérstaklega mikilvæg fyrstu árinn.

  1. Þér finnst sem sagt ekki við hæfi að faðir sinni barnauppeldinu?

  2. Karlmenn eru fyrst og fremst í eðli sínu veiðimenn og safnarar og hafa ekki komið í stað uppeldishæfi móðurinnar sem er það sama allstaðar í dýraríkinu. Hinsvegar minnist ég þess ekki að það hafi verið samið við karlmenn um hlutverkaskipti á uppeldi á börnum.

FRESTAÐI HEIMFERÐ FRÁ CANNES

Lesa frétt ›SKIPTIR FAXI FYRIR 1.500Lesa frétt ›JÓN LOFTSSON ENDURREISTUR

Lesa frétt ›FRÍ EFTIR HÁDEGI

Lesa frétt ›SÆNSKA LAGIÐ STOLIÐ – OFT!

Lesa frétt ›FORSETABÍLLINN Í RUSLI

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að útlendingar haldi vart vatni yfir Búlluborgurum Tomma erlendis eins og hér má sjá: Tommi’s is a burger-lovers burger joint, with two London locations from which it serves its succinct, American-retro menu: Marylebone and King’s Road. We visited the former on a Friday evening and, as one might expect from a central London eatery, it was busy. But, unlike many places in the city, Tommi’s Burger Joint is busy with locals and those in the know, and that’s always a good sign. The restaurant’s allure lies not only in its menu but also in its atmosphere – the décor is kitsch without trying too hard (think The Kramer in one corner and vintage diner-style milkshake signs in another) and the playlist is good. You order at the counter; we decided on the steak burger and the monthly special – for May it’s an Asian-inspired creation with succulent confit belly pork and Sriracha – plus fries. They have a more than extensive selection of condiments, including a homemade béarnaise that tastes incredible and rare American barbeque and hot sauces. Although we didn’t go for it this time, we’d also recommend the classic beef burger – it’s wonderfully nostalgic with its classic, time-tested ingredients that remind us of childhood parties in the very best way. The brand is actually Icelandic and is wildly popular in its home country. Its origin works in its favour; the food and ambiance have all the wistful charm of Americana, but it’s combined with the clean, unfussy nature often credited to Scandinavia. The main courses are sizeable, but we couldn’t resist the milkshake for dessert. They’re as thick as mid-melted ice cream and the flavours are rich – vanilla tastes just as it should, like pure, freshly scraped beans, cream and sugar. by Becky Zanker Tommi’s Burger Joint, 30 Thayer Street, London W1U 2QP, England
Ummæli ›

...að Kristján Hreinsson, oft nefndur Skerjafjarðarskáld, sé að hugsa um að flytja til Noregs og hefja þar doktorsnám í heimspeki.
Ummæli ›

...að það verði gaman í Borgarleikhúsinu klukkan átta að kvöldi 2. júní þegar Shantala Shivalingappa kemur þar fram en hún er einstakur dansari í fremstu röð, hvort sem um er að ræða klassíska indverska danslist eða vestrænan nútímadans. Þessi fjölhæfa og óvenjulega listakona kemur á Listahátíð í Reykjavík með Kuchipudi-verkið Akasha sem flutt er við lifandi tónlist indverskra tónlistarmanna. Gagnrýnandi New York Times lýsir henni sem “guðdómlega hæfileikaríkri” og Washington Post segir hana hafa haldið “yfirfullum sal í gíslingu” með kraftmikilli og seiðandi tjáningu sinni. Shantala hefur unnið með stærstu nöfnum dansheimsins, svo sem Pinu Bausch og Sidi Larbi Cherkaoui, sem hafa bæði starfað með henni og samið fyrir hana verk.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

 1. SÆNSKA LAGIÐ STOLIÐ – OFT!: Mans Zelmerlöv sló rækilega í gegn sem fulltrúi Svía í Eurovision í gærkvöldi með Heroes sem þyk...
 2. FORSETABÍLLINN Í RUSLI: Fínasti forsetabíllinn í flotanum, 90 módelið af Cadillac, er ekki í viðeigandi félagsskap eins ...
 3. PRINS POLO SNÝR AFTUR: Prins Polo er nú komið í upprunalegar pakkningar eins og miðaldra fólk man eftir þeim frá fyrri ...
 4. JÓN LOFTSSON ENDURREISTUR: Skilti Jóns Loftssonar er aftur komið upp á framhlið stórhýsins sem eitt sinn hýsti umfangsmikin...
 5. BESTI BASSINN OG MEGAS: Stórskáldið Megas og Skúli Sverrisson, besti bassaleikari þjóðarinnar frá upphafi, ásamt hljómsv...

SAGT ER...

...að margir miðaldra karlmenn safni alskeggi til að hylja fyrstu ellimerkin sem fram koma undir kjálkum, á hálsi og efst á bringu - svona krump.
Ummæli ›

...að Sigurður örn Brynjólfsson skopmyndateiknari sendi kveðju yfir hafið frá Tallin í Eistlandi þar sem hann er búsettur - að gefnu tilefni.
Ummæli ›

...að Bíó Paradís, í samstarfi við Evrópustofu og samstarfsverkefnið Creative Europe, sé farin af stað í annað sinn með hringferð um landsbyggðina og stendur fyrir ókeypis kvikmyndasýningum á 6 mismunandi stöðum með þeim tilgangi að efla kvikmyndamenningu á landsbyggðinni.
Ummæli ›

...að svona sé staðan 19. maí kl. 14:14.
Ummæli ›

Meira...