ÞÓR SAARI SNÝR Á TOYOTA

    Þór Saari lætur ekki bjóða sér hvað sem er.

    “Þessi litli krómaði rammi kringum afturljósið kostar 108.000 krónur, já hundrað og átta þúsund í Toyota umboðinu,” segir Þór Saari fyrrum alþingismaður ósáttur við verðlagninguna og fór því á Netið og fann aðra lausn og annað verð:

    “Hann fæst á 17.000 krónur, já einmitt, sautján þúsund krónur á eBay.”

    Auglýsing