ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ SKIPTIR UM LÓGÓ – RAGNHILDUR PIRRUÐ

    Ragnhildur og lógóin tvö - gamla og nýja.

    “Þjóðleikhúsið virðist búið að skipta um lógó, þegjandi og hljóðalaust. Finnst einhverjum þetta til bóta?” spyr Ragnhildur Sverrisdóttir fyrrum aðstoðarkona auðmannsins Björgólfs Thor og heldur áfram:

    “Mér finnst búið að “einfalda” og “nútímavæða” lógóið þar til það er nánast leikhúsinu til háðungar. Líklega getum við prísað okkur sæl að nafninu er þó rétt skipt á milli lína, öfugt við t.d. Stúden/takjal/larinn, en það skilti nær drepur mig út pirringi í hvert skipti sem ég rek augun í það. Þetta var mánudagspirringur þeirrar sextugu. Samt. Seriously!”

    Auglýsing