ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ MEÐ ÚTVARPSLEIKRIT

Ótrúlegt en satt, það er líf í leikhúsinu í miðju kófi, nýtt Hljóðleikhús hefur göngu sína á morgun. Hljóðleikhús Þjóðleikhússins verður í beinu streymi á leikhusid.is og fb síðu Þjóðleikleikhússins á morgun klukkan 20. Fyrsta sýningin er Skugga Sveinn í leikstjórn Benedikts Erlingssonar og verkið er flutt af leikurum Þjóðleikhússins.

Alla fimmtudaga í aðventunni mun Þjóðleikhúsið vera með beinar útsendingar í nýstofnuðu Hljóðleikhúsi og flytja landsmönnum þekktar perlar leiklistarsögunnar í bland við verk sem lítið hafa verið leikin. Útsendingarnar verða í anda hins klassíska útvarpsleikhúss sem Íslendingar þekkja flestir all vel. Dagskráin er klár fram að jólum en alls verða fimm verk leikin. Sem kunnugt er liggur hefðbundið sýningarhald niðri í Þjóðleikhúsinu eins og öðrum sviðslistastofnunum í landinu vegna Covid-19. Þjóðleikhúsið hefur hins vegar efnt til fjölda verkefna á meðan og er hljóðleikhúsið hið nýjasta sem kynnt er. Sjá hér.

Auglýsing